Smugan http://smugan.is Vefrit um pólítík og mannlíf Tue, 30 Apr 2013 22:00:37 +0000 is-IS hourly 1 http://wordpress.org/?v=3.4.2 Smugumenning þakkar http://smugan.is/2013/04/smugumenning-thakkar/ http://smugan.is/2013/04/smugumenning-thakkar/#comments Tue, 30 Apr 2013 22:00:37 +0000 gunnarg http://smugan.is/?p=99894 Smugumenning hættir hér með starfsemi sinni.

Umsjónarmaður þakkar fyrir góðar undirtektir í eitt og hálft ár og vonast eftir því að menningarumfjöllun á netinu finni sér nýjan farveg annarsstaðar.

Ég þakka lesendum góðan stuðning og öllum sem hafa nýtt sér þennan möguleika á umfjöllun fyrir sína starfsemi.

Með bestu kveðjum,

 

Gunnar Guðbjörnsson

]]>
http://smugan.is/2013/04/smugumenning-thakkar/feed/ 0
Það sem þjóðin þráir http://smugan.is/2013/04/thad-sem-thjodin-thrair/ http://smugan.is/2013/04/thad-sem-thjodin-thrair/#comments Tue, 30 Apr 2013 21:48:10 +0000 tka http://smugan.is/?p=99901 ,,Sýnist fólk vera mikið að giska á og gæla við önnur stjórnarmynstur en B og D. Why on earth? Niðurstöður kosninganna eru skýrar. Þjóðin þráir þetta bandalag og fékk það upp úr kjörkössunum. Nú er þeirra að semja sig inn í stjórnarráðið og sýna svo hvað þeir/þau geta. Auðvitað er eftirsjá að aðildarviðræðum og stjórnarskrá, og auðvitað verður erfitt að sjá Alþingi breytast í flokksþing Framsóknarflokksins með öllum sínum ungbændum og fótboltaþjálfurum, en er ekki betra að bíða og játa sig sigraðan, en hlaupa undir framsóknar- eða íhaldsbagga? Eða því ætti t.d. Samfylkingin að fara í stjórn eftir þetta afhroð?

Eina ástæðan væri sú að Össuri leiðist svo að vera óbreyttur þingmaður að það verði að koma honum í ráðherrastól, eins og ómældir bloggpistlar hans vitna um. En þar með er það upp talið. Flokkurinn sem hefur skýrustu framtíðarsýnina og ESB að markmiði fékk bara rúm 12% í kosningunum. Fólkið vildi annað og annað skal það fá. Sannið svo til að Millastjórnin verður komin ofan í 15% fylgi strax í haust og mun svo tapa næstu kosningum. Og það tekur yfirleitt þjóðina tíu ár að sjá það sem ætti að virðast augljóst. Það tók hana tíu ár að fatta að Árni Johnsen væri búinn með kvótann sinn, og það mun líka taka hana tíu ár að átta sig á því að ESB gæti verið okkur hagstætt. Leiðslurnar eru eðlilega lengri á landsbyggðinni. Og pólitík er líka langhlaup. Og þá er um að gera að vera reddí þegar tíminn kemur. Millastjórnin mun ekki sitja til eilífðar. Nú um stundir er víst kolómögulegt fyrir stjórnmálamenn að halda bæði völdum vinsældum, nú er allt einnota í pólitík. Einu undantekningarnar virðast vera Angela Merkel og Jón Gnarr.”

Hallgrímur Helgason á Facebook

]]>
http://smugan.is/2013/04/thad-sem-thjodin-thrair/feed/ 0
Guðný Valborg Guðmundsdóttir og Snorri Hallgrímsson með útskriftartónleika http://smugan.is/2013/04/gudny-valborg-gudmundsdottir-og-snorri-hallgrimsson-med-utskriftartonleika/ http://smugan.is/2013/04/gudny-valborg-gudmundsdottir-og-snorri-hallgrimsson-med-utskriftartonleika/#comments Tue, 30 Apr 2013 20:46:13 +0000 gunnarg http://smugan.is/?p=99890 Föstudaginn 3. maí kl. 20:00 halda Guðný Valborg Guðmundsdóttir og Snorri Hallgrímsson útskriftartónleika sína í Áskirkju. Þau útskrifast með BA gráðu af tónsmíðabraut Listaháskóla Íslands nú í vor.

Á efnisskrá eru þrjú verk. Missa brevis er stutt messa í sex köflum sem Guðný Valborg samdi og er samin fyrir blandaðan kór og harmonikku. Verkið er í fjórum köflum þar sem hinn hefðbundni latneski messutexti er notaður. Bætt hefur verið við tveimur köflum sem samdir eru við íslenska ljóðatexta eftir Höskuld Ottó Guðmundsson og Kára Tryggvason. Verkið er tileinkað Guðmundu Guðmundsdóttur.

Fyrra verk Snorra er Þangað vil ég fljúga sem hann samdi fyrir blandaðan kór og strengi. Texti er úr samnefndri ljóðabók Ingibjargar Haraldsdóttur. Seinna verkið heitir Stjörnuhrap III. Vorið 2012 samdi Snorri verkið Störnuhrap við samnefnt ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur. Upptaka af því verki var undirstaðan í rafverkinu Stjörnuhrap II. Það verk heyrist að hluta í Stjörnuhrapi III þar sem það á í samræðum við blásarasveit sem einnig leikur gegn hljóðblönduðum upptökum af sjálfri sér.

]]>
http://smugan.is/2013/04/gudny-valborg-gudmundsdottir-og-snorri-hallgrimsson-med-utskriftartonleika/feed/ 0
Umræðudagskrá um strætislist http://smugan.is/2013/04/umraedudagskra-um-straetislist/ http://smugan.is/2013/04/umraedudagskra-um-straetislist/#comments Tue, 30 Apr 2013 18:43:36 +0000 gunnarg http://smugan.is/?p=99885 Miðvikudaginn 1. maí verður efnt til umræðudagskrár um strætislist með Söru Riel sem er höfundur verkanna á sýningunni Slangur(-y).

 

Hún mun segja frá eigin listþróun en hún vakti fyrst eftirtekt sem listamaður vegna strætislistaverka sem finna má víða í Reykjavík og öðrum borgum heimsins. Hún mun einnig kynna heimildarkvikmyndina Beautyful losers sem segir frá hópi listamanna sem spratt upp úr umhverfi hjólabretta, grafitý, pönki og hipp hopp í Bandaríkjunum. Sara segir frá áhrifum sem þessir listamenn hafa haft og svarar spurningum áhugasamra. Ungt fólk með áhuga á strætislist er sérstaklega hvatt til þess að koma.

Listasafn Árnesinga sem er í eigu allra sveitarfélaganna í Árnessýslu er staðsett að Austurmörk 21, Hveragerði. Sýningarnar Til sjávar og sveita og Slangur(-y) munu standa til 2. júní. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu safnsins www.istasafnarnesinga.is og heimasíðu Söru www.sarariel.com
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

]]>
http://smugan.is/2013/04/umraedudagskra-um-straetislist/feed/ 0
Erla Þórarinsdóttir myndlistarmaður með leiðsögn http://smugan.is/2013/04/erla-thorarinsdottir-myndlistarmadur-med-leidsogn/ http://smugan.is/2013/04/erla-thorarinsdottir-myndlistarmadur-med-leidsogn/#comments Tue, 30 Apr 2013 17:41:13 +0000 gunnarg http://smugan.is/?p=99882 Erla Þórarinsdóttir myndlistarmaður tekur þátt í leiðsögn og ræðir við gesti um verk sín á samsýningunni Tilraun til að beisla ljósið í Hafnarborg sunnudaginn 5. maí kl. 15.

 
Titill sýningarinnar Tilraun til að beisla ljósið er fenginn úr lýsingu eins listamannanna á eigin listsköpun, en hér vísar ljósið til andlegrar uppljómunar, leiðarljóss og hughrifa. Sýningin hverfist um myndlistina sem farveg fyrir andlega leit og upplifanir en hér eru sýnd saman myndverk samtímalistamanna og heilara. Í sýningunni er leitast við að varpa ljósi á áhrif andlegra fræða á myndlist og skoða snertifleti við myndverk heilara sem oft hafa önnur markmið en myndlistarleg við gerð verka sinna. Verkin á sýningunni eiga það öll sameiginlegt að vera unnin af sterkri löngun til að myndgera andlegar upplifanir og deila með áhorfendum. Á sýningunni mætast myndlist og heilun og gefst sýningargestum færi á að velta fyrir sér hugmyndafræðilegum og fagurfræðilegum tengingum listarinnar við hin andlegu svið.
Sýnendur eru Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Daði Guðbjörnsson, Erla Þórarinsdóttir, Helga Sigurðardóttir, Helgi Þórsson, Hulda Vilhjálmsdóttir, Ingibjörg Magnadóttir, Katrín Snæhólm Baldursdóttir, Margrét Elíasdóttir, Reynir Katrínar, Sigrún Olsen, Sigtryggur Berg Sigmarsson, Snorri Ásmundsson, Steingrímur Eyfjörð, Viðar Aðalsteinsson og Þórey Eyþórsdóttir.

]]>
http://smugan.is/2013/04/erla-thorarinsdottir-myndlistarmadur-med-leidsogn/feed/ 0
Niðurskurður: Lækningin miklu verri en sjúkdómurinn http://smugan.is/2013/04/nidurskurdur-laekningin-miklu-verri-en-sjukdomurinn/ http://smugan.is/2013/04/nidurskurdur-laekningin-miklu-verri-en-sjukdomurinn/#comments Tue, 30 Apr 2013 17:00:26 +0000 ingimar http://smugan.is/?p=99818 Niðurskurður hjá hinu opinbera í ýmsum ríkjum í kjölfar fjármálakreppunnar 2008 hefur haft mun verri áhrif á almenning en fjármálakreppan sjálf. Þetta kemur fram í nýrri bók um áhrif kreppunnar.

Bókin nefnist The body economic: Why austerity kills, sem getur útlagst: Efnahagurinn: Hvers vegna niðurskurður drepur og er eftir David Stuckler við Oxford háskóla á Englandi og Sanjay Basu við Stanford háskóla í Bandaríkjunum. Fjallað er um bókina á vefsíðu Common dreams.

Þeir söfnuðu saman gögnum úr ýmsum rannsóknum víða um heim og komast meðal annars að því að viðbrögð stjórnvalda í ýmsum ríkjum hafi haft mun verri áhrif á hag almennings heldur en sjálf fjármálakreppan.

Þannig hafi niðurskurður í ýmsum heilbrigðisverkefnum í Grikklandi haft þau áhrif að HIV smit er farið að aukast verulega. Einnig sé búist við því að malaría skjóti sér niður í Grikklandi, þar sem skorið hafi verið niður í verkefnum til að halda niðri moskítóflugum.

Fátækt hafi jafnframt aukist til muna. Þannig hafi fimm milljónir Bandaríkjamanna misst aðgang sinn að heilbrigðisþjónustu á síðustu árum. Á sama tíma hafi 10 þúsund breskar fjölskyldur orðið heimilislausar í kjölfar niðurskurðaragerða stjórnvalda.

Einnig hafi félagsleg vandamál aukist. Drykkja, þunglyndi og sjálfsvíg hafi farið vaxandi.

Höfndarnir segjast hafa miklar áhyggjur af slæmum áhrifum niðurskurðar. ,,Lækningin” við fjármálakrepunni sé miklu verri en ,,sjúkdómurinn”. Mörg ríki hafi breytt kreppunni í skelfilegan faraldur, með því að leggja áherslu ániðurskurðaraðgerðir, sem hafi lagt líf fjölmargra í rúst, í misheppnuðum tilraunum til að koma ríkisfjármálum í lag, friða markaði og beygja sig undir fjármálaelítuna.

Þegar niðurskurðurinn sé skoðaður sjáist hversu gríðarlegur kostnaður sé fólginn í áhrifum á fólk og efnahag þess og ríkjanna. Niðurskurðaraðgerðir séu bein árás á heilsu og velferð fólks. Höfundarnir spyrja einnig hvaða áhrif niðurskurðurinn hafi á samfélög í heild sinni og bæta við að hlutverk ríkja ætti að vera fyrst og fremst að vernda íbúa sína.

]]>
http://smugan.is/2013/04/nidurskurdur-laekningin-miklu-verri-en-sjukdomurinn/feed/ 0
Sumarleg dagskrá í Háteigskirkju http://smugan.is/2013/04/sumarleg-dagskra-i-hateigskirkju/ http://smugan.is/2013/04/sumarleg-dagskra-i-hateigskirkju/#comments Tue, 30 Apr 2013 16:39:27 +0000 gunnarg http://smugan.is/?p=99879

Föstudaginn 3. maí flytja þau Lilja Eggertsdóttir sópran, Kjartan Eggertsson  gítarleikari og Anna Hugadóttir víóluleikari létta og sumarlega dagskrá á hádegistónleikum í Háteigskirkju.

 

Flutt verða ítölsk sönglög í útsetningum þríeykisins. Lögin eru flest frá Napólí og sum þeirra má heyra í gömlum kvikmyndum, má þá nefna Rimpianto (Serenata) eftir E. Toselli, Santa Lucia Luntana eftir E. A. Mario og Non ti scordar di me eftir E. Curtis. 

Ljúf stund sem ætti að höfða til flestra.

 

Hádegistónleikarnir í kirkjunni eru haldnir annan hvern föstudag á
milli 12:00 og 12:30 þar sem flutt er fjölbreytt efnisskrá við allra

hæfi. Almennt miðaverð er 1000 krónur.

]]>
http://smugan.is/2013/04/sumarleg-dagskra-i-hateigskirkju/feed/ 0
Kór Áskirkju flytur enskar kórperlur í Laugarneskirkju http://smugan.is/2013/04/kor-askirkju-flytur-enskar-korperlur-i-laugarneskirkju/ http://smugan.is/2013/04/kor-askirkju-flytur-enskar-korperlur-i-laugarneskirkju/#comments Tue, 30 Apr 2013 14:38:59 +0000 gunnarg http://smugan.is/?p=99876 Kór Áskirkju heldur árlega vortónleika sína á morgun,  1.maí. Tónleikarnir verða í Laugarneskirkju og bera yfirskriftina If ye love me.

 

Á efnisskrá eru enskar kórperlur frá ýmsum tímum, bæði veraldlegar og kirkjulegar, eftir nokkur af helstu tónskáldum Breta m.a. Vaughan-Williams, William Byrd, Benjamin Britten, John Dowland, ThomasTallis og Edward Elgar. Nokkur verkanna eru tónlistarunnendum að góðu kunn en önnur heyrast sjaldan flutt  á tónleikum hér á landi. Stjórnandi er Magnús Ragnarsson.

Sem fyrr segir verða tónleikarnir í Laugarneskirkju og hefjast kl. 20.
Aðgangseyrir er 2.000 kr.

Kór Áskirkju er kammerkór, skipaður 16 söngvurum. Kórmeðlimir eru allir söngmenntaðir og hafa mikla reynslu í kórsöng. Kórinn syngur við kirkjulegar athafnir, sem og á tónleikum og við önnur tækifæri. Síðustu ár hefur kórinn átt farsælt samstarf við Sinfóníuhljómsveit Íslands og flutt með henni mörg stærri verka tónbókmenntanna, m.a. Sköpunina eftir Haydn, Messías eftir Handel, Rómeó og Júlíu eftir Berlioz, Carmina Burana eftir Orff og Níundu sinfóníu Beethovens við opnunhátíð Hörpu í maí 2011.

Á meðal stærri verka á efnisskrá kórsins má telja Stabat mater eftir Dvořák, Messu í Es-dúr eftir Rheinberger, Jólaóratóríu eftir Saint-Saëns, Requiem eftir Fauré, Messu í G-dúr eftir Poulenc, Orgelmessu eftir Flor Peeters, Maríumúsík eftir Anders Öhrwall og Jóhannesarpassíuna eftir Bach. Árið 2004 gaf kórinn út geisladiskinn Það er óskaland íslenskt þar sem kórinn flytur íslensk ættjarðarlög og um jólin 2008 kom út geisladiskurinn Það aldin út er sprungið og fengu báðir diskarnir mjög góðar viðtökur.

]]>
http://smugan.is/2013/04/kor-askirkju-flytur-enskar-korperlur-i-laugarneskirkju/feed/ 0
Össur: Sigmundur getur sett Sjálfstæðisflokkinn “på plads” http://smugan.is/2013/04/ossur-sigmundur-getur-sett-sjalfstaedisflokkinn-pa-plads/ http://smugan.is/2013/04/ossur-sigmundur-getur-sett-sjalfstaedisflokkinn-pa-plads/#comments Tue, 30 Apr 2013 13:36:15 +0000 ingimar http://smugan.is/?p=99871 Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi formaður flokksins, segir að tveir kostir blasi við Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, við stjórnarmyndun.

Össur segir í grein á Eyjunni að Sigmundur Davíð gæti hafið viðræður við Bjarna Benediktsson eða metið stöðuna og rætt við alla flokka.

Ræddi hann fyrst við sjálfstæðismenn þá væri það vísbending um að hann vildi mynda stjórn til hægri. Það gæti gert framhaldið erfiðara, takist ekki samningar við Sjálfstæðisflokkinn.

,,Hinn kostur Sigmundar Davíðs er sá að fara sér að engu óðslega og kanna afstöðu allra flokka áður en hann leggur í siglinguna í Herrans nafni og fjörutíu.

Um leið fengi Framsókn væntanlega betri yfirsýn yfir alla möguleika sína til að tryggja sér forsætisráðherrastólinn í fjögur ár og til að ná fram Framsóknarleiðinni – en á því hvílir allur trúverðugleiki Sigmundar Davíðs og flokksins til framtíðar. Þannig væri líka forræði Framsóknar undirstrikað og Sjálfstæðisflokkurinn settur “på plads” strax í upphafi.

Í stjórnmálum er nefnilega ekkert sjálfgefið,” segir Össur Skarphéðinsson.

 

]]>
http://smugan.is/2013/04/ossur-sigmundur-getur-sett-sjalfstaedisflokkinn-pa-plads/feed/ 0
Framsókn með umboð til stjórnarmyndunar http://smugan.is/2013/04/framsokn-med-umbod-til-stjornarmyndunar/ http://smugan.is/2013/04/framsokn-med-umbod-til-stjornarmyndunar/#comments Tue, 30 Apr 2013 12:09:07 +0000 ingimar http://smugan.is/?p=99865 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur formlega hlotið umboð til þess að hefja stjórnarmyndunarviðræður.

Sigmundur Davíð var boður til fundar við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands í morgun.

Helstu rök forsetans fyrir því að fela Sigmundi Davíð umboðið er mikill kosningasigur Framsóknarflokksins. Fram kom á blaðamannafundi á Bessastöðum að reiknað sé með því að Sigmundur fái um viku til að reyna að mynda ríkisstjórn.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið mjög áfram um að mynduð verði tveggja flokka ríkisstjórn. Sigmundur Davíð hefur ítrekað sagt að enginn afsláttur verði gefinn á kosningaloforði flokksins um niðurfellingu skulda, í viðræðum um stjórnarmyndun.

Sigmundur Davíð segist munu ræða við formenn allra flokka. Hann muni í framhaldinu ákveða við hverja formlegar viðræður verði.

]]>
http://smugan.is/2013/04/framsokn-med-umbod-til-stjornarmyndunar/feed/ 0